Léttir til síðdegis
Í morgun kl. 06 var norðaustanátt, allhvöss suðaustanlands og á annesjum fyrir norðan, en heldur hægari annars staðar. Rigning var á austanverðu landinu, en þurrt að mestu vestantil. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast í Skaftafelli. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en heldur hvassara suðaustanlands í fyrstu. Súld eða rigning, en þurrt um landið suðvestanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Norðlæg átt 3-8 m/s á morgun, en 8-10 m/s austantil. Bjartviðri sunnan- og vestantil, en annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 10-15 m/s og skýjað. Minnkandi norðanátt og léttir til síðdegis. Hiti 12 til 18 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 10-15 m/s og skýjað. Minnkandi norðanátt og léttir til síðdegis. Hiti 12 til 18 stig.