Léttir til og frystir á morgun
Suðvestan 8-13 og súld eða rigning með köflum við Faxaflóa í dag. Snýst í norðaustan 5-13 á morgun, léttir til og frystir þegar líður á daginn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestlæg átt 5-10 m/s og súld með köflum, hiti 1 til 5 stig. Norðaustan 5-13 á morgun og léttir til og frystir.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (nýársdagur):
Suðaustan 8-10 m/s og slydda eða rigning með köflum V-til á landinu og hiti 0 til 5 stig, en hægviðri og léttskýjað eystra og allt að 10 stiga frost inn til landsins.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 8-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 1 til 6 stig.
Á mánudag:
Norðvestlæg átt, dálítil él og kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með éljagangi N- og A-lands og talsverðu frosti.