Léttir til næsta sólarhring
Í morgun kl. 06 var suðlæg átt, víða 3-8 m/s og stöku skúrir vestantil, en annars skýjað með köflum. Kaldast 1 stigs frost í innsveitum norðaustanlands, en hlýjast 7 stig víða sunnan- og austanlands.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en stöku skúrir suðvestanlands fram eftir degi. Norðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið norðanlands á morgun, en léttskýjað syðra. Hiti 1 til 7 stig, en víða næturfrost inn til landsins í nótt.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir í fyrstu, en austan og síðan norðaustan 3-8 og léttir heldur til í nótt. Hiti 2 til 7 stig.