Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til í dag og hiti við frostmark
Þriðjudagur 1. nóvember 2005 kl. 09:28

Léttir til í dag og hiti við frostmark

Í morgun kl. 6 var norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s, en hægari austanlands. Slyddu- eða snjóél voru á norðanverðu landinu, en skýjað og þurrt að kalla sunnan til. Svalast var 2ja stigs frost í Svartárkoti, en hlýjast 8 stiga hiti í Skaftafelli.

Yfirlit: Um 400 km SA af Ingólfshöfða er 975 mb lægð, sem þokast NA og grynnist, en við Hvarf er dálítið lægðardrag, sem mjakast A.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustan og norðan 13-18 m/s, en hægari austan til. Dálítil slydda eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnan til. Lægir heldur vestanlands í dag, en hvessir jafnfram norðaustan til og léttir til sunnanlands. Fremur hæg norðaustlæg átt víða bjart á morgun, en dálítil rigning eða él sunnanlands eftir hádegi. Hiti kringum frostmark norðvestanlands, en annars 1 til 6 stig. Kólnar með kvöldinu.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan 13-18 m/s og skýjað, en hægari og léttir til síðdegis. Austan 5-10 og stöku él á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024