Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til í dag
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 08:19

Léttir til í dag

Klukkan 6 var norðaustlæg átt, víðast 5-13 m/s, en 13-19 með suðurströndinni og á annesjum norðanlands. Rigning var með suðurströndinni og á Ströndum, en annars þurrt að mestu. Hiti var 0 til 8 stig, svalast við Mývatn, en hlýjast í Skaftafelli.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan og norðan 5-13 m/s og léttir til, hvassast vestast. Hiti 5 til 12 stig að deginum.

 

Yfirlit
Yfir A-Grænlandi og Svalbarða er 1010 mb hæð, en um 700 km S af Vestmannaeyjum er 970 mb lægð sem hreyfist hægt í A.

 

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni og á annesjum norðvestantil. Skúrir norðanlands, rigning eða súld austanlands og léttir smám saman til vestan- og sunnanlands. Norðan og norðvestan 5-13 á morgun og slydda eða rigning norðantil, en bjart að mestu á Suðvestur- og Suðurlandi. Hiti 3 til 9 stig, en 6 til 12 sunnanlands.
 
VF-mynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024