Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til en frystir á morgun
Laugardagur 27. október 2007 kl. 11:01

Léttir til en frystir á morgun

Það verða suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él við Faxaflóann í dag en lægir í kvöld. Hæg norðlæg átt á morgun og léttir til. Hiti 1 til 6 stig, en frystir á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða él, en léttskýjað suðaustanlands. Vægt frost.

Á þriðjudag:
Gengur í austan 13-18 m/s með snjókomu, en síðar slyddu og rigningu, en hægara og úrkomulaust norðan- og austanlands fram á kvöld. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag:
Suðvestanátt og skúrir, en snýst í norðanátt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan og kólnar í veðri.

Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg átt og él, en bjartviðri austanlands. Svalt veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024