Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til
Það verða engin læti í veðrinu hér Suður með sjó fyrr en í fyrsta lagi á annan í jólum.
Sunnudagur 21. desember 2014 kl. 14:50

Léttir til

Suðvestan 8-13 m/s stöku él við Faxaflóa í dag. Norðvestan 8-13 og él í kvöld og nótt, en norðaustan 5-13 og léttir smám saman til á morgun. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjóinn.

Veðurlýsing
Á hádegi var suðvestlæg eða vestlæg átt á landinu 8-15 m/s, hvassast um landið austanvert. skýjað með öflum og yfirleitt þurrt sunnantil. Annars dálítil snjókoma eða él. Hiti var frá 5 stigum niður í 5 stiga frost, mildast við austurströndina.

Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-10 og dálítil él, en vestan 10-18 og snjókoma eða slydda NA-lands. Vaxandi norðaustanátt með snjókomu NV-til í kvöld, 18-23 um tíma þar í nótt. Norðaustan 13-20 á á morgun, hvassast og snjókoma NV-til, annars él, en léttir heldur til sunnanlands. Kólnandi veður og frost víða 0 til 5 stig í nótt og á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-8 m/s og þurrt að kalla. Norðvestan 8-13 og él í kvöld og nótt, en norðaustan 5-13 á morgun og léttir smám saman til. Frost 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Fremur hægur vindur næstu daga. Víða dálítil él og fremur kalt í veðri. Gengur í austan og norðaustan storm á annan í jólum með snjókomu eða slyddu, en dregur úr vindi og ofankomu seint á laugardag.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024