Lettar kynntu sér sjálfbæra jarðvarmaorkunýtingu
Fulltrúar frá svæðisstjórn Riga í Lettlandi heimsóttu Grindavík í gærmorgun. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér sjálfbæra jarðvarmaorkunýtingu á svæðinu og grænt hagkerfi og hvernig aðkoma bæjarins er að slíkum verkefnum. Svæðisstjórn Riga vinnur að þróunaráætlun um sjálfbæra orkunýtingu til ársins 2020 í samræmi við stefnumörkun Evrópusambandsins Euro 2020.
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti fulltrúum Riga í Kvikunni, ásamt Þorsteini Gunnarssyni upplýsinga- og þróunarfulltrúa. Hann kynnti þeim auðlindastefnu Grindavíkurbæjar, sýndi þeim sýningarnar í Kvikunni og svaraði svo fjölmörgum spurningum um auðlindanýtingu í Grindavík og aðkomu bæjarins að slíkum verkefnum.
Frétt frá Grindavík.is