Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lét illum látum vegna hamborgara
Miðvikudagur 23. október 2013 kl. 11:49

Lét illum látum vegna hamborgara

Lögreglan kölluð til vegna svangs ferðamanns

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til að hóteli í umdæminu um síðastliðna helgi. Þar lét erlendur ferðamaður öllum illum látum, svo virðist vera að ferðalangurinn hafi verið mjög svangur.

Ferðalangurinn öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira, og þá bara hamborgara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa. Frá þessu er greint á facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.