Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lét greipar sópa meðan húsráðandi svaf
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 11:09

Lét greipar sópa meðan húsráðandi svaf

Talsverðum verðmætum var stolið úr íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Meðan húsráðandi svaf svefni hinna réttlátu var farið inn um glugga á húsnæðinu og þaðan stolið fartölvu af Macbook tegund, Nicon ljósmyndavél, tugum þúsunda króna og nokkru af dýrum handverkfærum. Þá tók hinn óboðni gestur einnig ökuskírteini húsaráðanda með sér svo og kveikjuláslykla af tveimur bifreiðum. Þær voru þó á sínum stað þegar að var gáð.

Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024