Lestrarmenning í Reykjanesbæ til þriggja ára
Reykjanesbær hefur ákveðið að hrinda af stokkunum verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ sem er þróunarverkefni til þriggja ára. Tilgangur þess er að efla lestrarfærni og málskilning barna í bæjarfélaginu með því að fá allt samfélagið til að taka höndum saman um að efla mál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára.Tildrög verkefnisins eru þau að ýmsar kannanir og niðurstöður samræmdra prófa undanfarinna ára benda til þess að staða læsis, málþroska og lestrarkennslu á Suðurnesjum sé ekki eins góð og hún þyrfti að vera. Þá á bóklestur í harðri samkeppni við afþreyingarmiðla, sem keppa um tíma almennings, þannig að iðulega skortir börn fyrirmyndir hvað lestrarvenjur og lestrarlöngun varðar.
Lestrarmenning í Reykjanesbæ mun ná til leik- og grunnskóla, bókasafns, fjölskyldu- og félagsþjónustu, heilsugæslu, menningar og tómstundastarfs auk ýmissa annarra stofnana og samtaka í sveitarfélaginu sem og bæjarbúa.
Gert er ráð fyrir að stýrihópur vinni að verkinu ásamt verkefnisstjóra en starfshópar munu gera nákvæma áætlun um framkvæmd lestrarátaks í bæjarfélaginu í heild þar sem fram koma m.a. tímamörk, markmiðasetning fyrir hvern árgang í leik- og grunnskóla, viðmið og leiðbeiningar um hvernig skuli ná markmiðum og meta niðurstöður.
Starfshópar eru þrír:
0 - 6 ára: Hjúkrunarfræðingur, talmeinafræðingur, leikskólakennarar, bókasafnsfræðingur og uppeldisfræðingur.
6 - 10 ára: Grunnskólakennarar, skólabókasafnsfræðingur, nýbúakennari og sérfræðingur í kennslu- eða lestrarfræði
10 - 16 ára: Bókasafnsfræðingar, grunnskólakennarar, tómstundaleiðbeinendur og sérfræðingur í kennslu- eða lestrarfræði.
Verkefnið er unnið af Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Frekari upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri.
Frétt af vef Reykjanesbæjar.
Lestrarmenning í Reykjanesbæ mun ná til leik- og grunnskóla, bókasafns, fjölskyldu- og félagsþjónustu, heilsugæslu, menningar og tómstundastarfs auk ýmissa annarra stofnana og samtaka í sveitarfélaginu sem og bæjarbúa.
Gert er ráð fyrir að stýrihópur vinni að verkinu ásamt verkefnisstjóra en starfshópar munu gera nákvæma áætlun um framkvæmd lestrarátaks í bæjarfélaginu í heild þar sem fram koma m.a. tímamörk, markmiðasetning fyrir hvern árgang í leik- og grunnskóla, viðmið og leiðbeiningar um hvernig skuli ná markmiðum og meta niðurstöður.
Starfshópar eru þrír:
0 - 6 ára: Hjúkrunarfræðingur, talmeinafræðingur, leikskólakennarar, bókasafnsfræðingur og uppeldisfræðingur.
6 - 10 ára: Grunnskólakennarar, skólabókasafnsfræðingur, nýbúakennari og sérfræðingur í kennslu- eða lestrarfræði
10 - 16 ára: Bókasafnsfræðingar, grunnskólakennarar, tómstundaleiðbeinendur og sérfræðingur í kennslu- eða lestrarfræði.
Verkefnið er unnið af Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Frekari upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri.
Frétt af vef Reykjanesbæjar.