Lestaramenning í Reykjanesbæ fær viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu
Þróunarverkefnið Lestrarmenning í Reykjanesbæ hlaut sérstaka viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins fyrir stuðning við íslenska tungu á degi íslenskrar tungu sem var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ í gær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri Reykjanesbæjar tók við viðurkenningunni sem er listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Einnig hlaut bókaútgáfan Bjartur viðurkenningu og Guðrún Helgadóttir halut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2005.
Lestrarmenning í Reykjanesbæ er þriggja ára Þróunarverkefni sem hófst árið 2003, og var hrundið af stokkunum til að efla lestrarfærni og málskilning barna í bæjarfélaginu. Markmið verkefnisins er að fá allt samfélagið til að taka höndum saman um að efla mál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stýrir verkefninu ásamt menningarfulltrúa sem er verkefnisstjóri, en að því koma einnig heilbrigðisstofnanir og ungbarnaeftirlit, leikskólar, grunnskólar og bókasöfn. Námskeið eru haldin fyrir þá sem að verkefninu koma og hafa verið gefin út kynningarrit fyrir almenning þar sem markmiðum verkefnisins er komið á framværi með ýmsum hætti t.d. með lestraráskorun milli fyrirtækja.
Í rökstuðningi ráðgjafanefndarinnar sem í sátu Baldur Sigurðsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson segir m.a.:
Lestrarmenning í Reykjanesbæ er óvenjulega matnaðarfullt og umfangsmikið verkefni. Strax við ungbarnaeftirlit er lögð sérstök rækt við að fylgjast með málþroska og leiðbeina foreldrum um leiðir til málörvunar fyrstu árin. Á leikskólastigi eru lögð drög að markvissu starfi með málörvun og lestur í samvinnu við foreldra og bókasöfn. Því starfi er svo haldið áfram í grunnskólum með fjölbreyttum verkefnum og tengslum við frístundastarf.
Sérstaklega er gert ráð fyrir að styðja nýbúa og aðra sem hafa veikari forsendur en aðrir til að ná tökum á íslensku máli og lestri. Árangur barnanna er metinn reglulega. Verkefnið hefur vakið mikla athygli í bæjarfélaginu og utan þess. Það er gott dæmi um verkefni sem unnt væri að skipuleggja í hvaða sveitarfélagi sem er. Sú reynsla og þekking sem aflast hefur í Reykjaesbæ ætti að vera öðrum sveitarfélögum góður stuðningur.
Texti: reykjanesbaer.is; VF-mynd/Þorgils: Verðlaunahafarnir og Menntamálaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri Reykjanesbæjar tók við viðurkenningunni sem er listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Einnig hlaut bókaútgáfan Bjartur viðurkenningu og Guðrún Helgadóttir halut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2005.
Lestrarmenning í Reykjanesbæ er þriggja ára Þróunarverkefni sem hófst árið 2003, og var hrundið af stokkunum til að efla lestrarfærni og málskilning barna í bæjarfélaginu. Markmið verkefnisins er að fá allt samfélagið til að taka höndum saman um að efla mál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stýrir verkefninu ásamt menningarfulltrúa sem er verkefnisstjóri, en að því koma einnig heilbrigðisstofnanir og ungbarnaeftirlit, leikskólar, grunnskólar og bókasöfn. Námskeið eru haldin fyrir þá sem að verkefninu koma og hafa verið gefin út kynningarrit fyrir almenning þar sem markmiðum verkefnisins er komið á framværi með ýmsum hætti t.d. með lestraráskorun milli fyrirtækja.
Í rökstuðningi ráðgjafanefndarinnar sem í sátu Baldur Sigurðsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson segir m.a.:
Lestrarmenning í Reykjanesbæ er óvenjulega matnaðarfullt og umfangsmikið verkefni. Strax við ungbarnaeftirlit er lögð sérstök rækt við að fylgjast með málþroska og leiðbeina foreldrum um leiðir til málörvunar fyrstu árin. Á leikskólastigi eru lögð drög að markvissu starfi með málörvun og lestur í samvinnu við foreldra og bókasöfn. Því starfi er svo haldið áfram í grunnskólum með fjölbreyttum verkefnum og tengslum við frístundastarf.
Sérstaklega er gert ráð fyrir að styðja nýbúa og aðra sem hafa veikari forsendur en aðrir til að ná tökum á íslensku máli og lestri. Árangur barnanna er metinn reglulega. Verkefnið hefur vakið mikla athygli í bæjarfélaginu og utan þess. Það er gott dæmi um verkefni sem unnt væri að skipuleggja í hvaða sveitarfélagi sem er. Sú reynsla og þekking sem aflast hefur í Reykjaesbæ ætti að vera öðrum sveitarfélögum góður stuðningur.
Texti: reykjanesbaer.is; VF-mynd/Þorgils: Verðlaunahafarnir og Menntamálaráðherra