Lést þegar Bjarmi VE sökk
Skipverjinn sem lést þegar Bjarmi VE fórst undan Þrídröngum í gær hét Matthías Hannesson, til heimilis að Hringbraut 62 í Keflavík. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur.Skipverjinn af Bjarma sem er saknað heitir Snorri Norðfjörð Haraldsson, til heimilis að Hringbraut 66 í Reykjanesbæ. Matthías og Snorri voru hálfbræður.