Lést eftir umferðarslys í Garðinum
Banaslys varð á Garðbraut í Garði í gærkvöldi þegar ökumaður bifhjóls lést í árekstri við bifreið. Var hann fluttur með sjúkrabifreið þungt haldinn á Landspítalann í Fossvogi en úrskurðaður látinn þegar þangað kom. Tilkynning um slysið barst lögreglunni í Keflavík klukkan 20.39 í gærkvöldi og var sendur neyðarbíll frá Reykjavík eftir hinum slasaða.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni og urðu með þeim hætti að bifhjólinu og bifreiðinni var ekið norður Garðbraut. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist snúa bifreið sinni við á veginum en þá var bifhjólinu ekið í hlið bifreiðarinnar. Ökumaður bifhjólsins var 42 ára karlmaður. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni og urðu með þeim hætti að bifhjólinu og bifreiðinni var ekið norður Garðbraut. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist snúa bifreið sinni við á veginum en þá var bifhjólinu ekið í hlið bifreiðarinnar. Ökumaður bifhjólsins var 42 ára karlmaður. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu.