Lést eftir fall úr bíl
Karlmaður sem fór úr leigubíl á ferð í ágúst síðastliðnum er látinn. Víkurfréttir fjölluðu um málið hér en maðurinn féll út úr leigubifreið á ferð á Valhallarbraut á Ásbrú. Við fallið hlaut hann mikla höfuðáverka.
Maðurinn sem var kínverskur ferðamaður virðist hafa kastað sér út úr bílnum á ferð og skall illa í götuna. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Rannsókn málsins er á lokastigi.