Lést eftir átök við lögreglu
Maður búsettur í Vogum lést á sjúkrahúsi í gær, en honum hafði verið haldið sofandi eftir að hann fékk hjartastopp eftir átök við lögreglu um síðustu helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann lét ófriðlega á Radisson Hótel Sögu. Málinu hefur verið vísað til ríkissaksóknara til frekari rannsókna.
Maðurinn var 31 árs og lætur eftir sig konu og tvö börn.
Myndin tengist fréttinni ekki