Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lést eftir átök við lögreglu
Laugardagur 2. desember 2006 kl. 18:55

Lést eftir átök við lögreglu

Maður búsettur í Vogum lést á sjúkrahúsi í gær, en honum hafði verið haldið sofandi eftir að hann fékk hjartastopp eftir átök við lögreglu um síðustu helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann lét ófriðlega á Radisson Hótel Sögu. Málinu hefur verið vísað til ríkissaksóknara til frekari rannsókna.

Maðurinn var 31 árs og lætur eftir sig konu og tvö börn.

Myndin tengist fréttinni ekki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024