Lést eftir átök
Maður lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í nótt skömmu eftir að hafa verið fluttur meðvitundalaus frá skemmtistað í Keflavík á fimmta tímanum.
Um er að ræða danskan hermann sem vitni segja að hafi verið sleginn af einum gesta staðarins. Lögreglan handtók þann grunaða og er hann í varðhaldi. Rannsókn málsins er á frumstigi.
Nánari fréttir síðar í dag
Myndin er úr safni