Lést af áverkum eftir umferðarslys á Reykjanesbraut
Varnarliðsmaður sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Reykjanesbraut aðfararnótt 3. maí sl., lést af áverkum sínum að morgrni 13. júní sl. Fjórir varnarliðsmenn voru í bifreið sem valt skammt innan við Voga. Maðurinn sem lést hafði kastast út úr bílnum við veltuna og slasast mjög alvarlega.Maðurinn var fæddur 1981. Hann er fjórða fórnarlamb umferðarslysa á Reykjanesbraut á þessu ári.
Myndin: Frá slysstað á Reykjanesbraut í byrjun maí. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Frá slysstað á Reykjanesbraut í byrjun maí. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson