Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leoncie lögð í einelti
Laugardagur 16. júlí 2005 kl. 12:04

Leoncie lögð í einelti

„Einelti á ekki að viðgangast,“ sögðu foreldrar á umræðuþræðinum Eineltið heldur áfram í Sandgerði á vefsíðunni Barnaland. Rætt var um mótmæli ungmenna í Sandgerði sem Víkurfréttir greindu frá í gær, þar var söngkonan Leoncie var beðin um að hætta að ljúga og fara í burtu.

Jón Páll Hallgrímsson talsmaður Regnbogabarna fordæmir aðgerðir ungmennanna í Sandgerði og sagði: „Svona aðför að einni manneskju á ekki að líðast, hún á rétt á að vera eins og hún er. Við eigum frekar að njóta þess að við erum öll ólík og hafa gaman af fjölbreytileikanum.“

Að sögn flestra á umræðuþræðinum ætti einelti í hvaða mynd sem er ekki að fá að viðgangast. Ein móðir kom svo að orði að hún myndi aldrei lofa barninu sínu að leggja aðra manneskju í einelti sama þó svo að viðkomandi væri sakaður um að ljúga.

Þó að margir furðuðu sig á hátterni ungmennanna í Sandgerði voru nokkrir sem studdu framtak þeirra. Mátti sjá að sumum fyndist sem Leoncie ætti þessi mótmæli skilið sökum framkomu hennar í gegnum árin, þar sem hún hefur sjaldan vandað kveðjurnar til íbúa Sandgerðis.

Samkvæmt fræðimönnum er einelti skilgreint sem neikvæðri hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einstaklingi eða hópi. Aðrir fræðimenn vilja meina að einelti sé þegar einstaklingur lendir reglulega í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.


 

 

 

 

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024