Leoncie: Af hverju lét guð ekki eiturgufur yfir Sandgerði
Listakonunni Leoncie, sem eitt sinn bjó í Sandgerði, virðist eitthvað í nöp við fyrrum sveitunga sína. Á fésbókarsíðu söngkonunnar má sjá að Leoncie líkar við frétt um eiturgufur í Sandgerði sem birtist á vef Víkurfrétta í gærmorgun.
Leoncie gerði meira en að „líka við“ fréttina því hún sendi póst á ritstjórn Víkurfrétta sem er eftirfarandi:
„Eiturgufur í Sandgerði. Frábært. Vesalings fiskarnir. Ég elska fiskana. Ég skil ekki af hverju guð lét ekki eiturgufuna yfir ljóta hverfið með rasistunum en það gerist næst án efa,“ segir í bréfinu frá Leoncie til Víkurfrétta í lauslegri þýðingu.
Myndin af slökkviliðsmönnum af vefnum 245.is