Lentu með veikan farþega
Flugvél frá Delta Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag vegna veikinda farþega um borð. Vélin var að koma frá Portland, Oregon í Bandaríkjunum á leið til Amsterdam í Hollandi þegar farþeginn kenndi sér meins. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru meðal farþega og hlúðu þeir að manninum þar til að vélin lenti. Hann var fluttur í sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.