Lentu með sprungna framrúðu á Keflavíkurflugvelli
Farþegaflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld sökum sprungu í framrúðu vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.
Farþegar vélarinnar voru 123 og munu gista hér á landi í nótt, skv. frétt mbl.is.
Ekki þurfti að lýsa yfir neyðarástandi og gekk lendingin vel.