Lenti uppi á torgi
Í gær vildi svo óheppilega til að ökumaður missti stjórn á bíl sínum á hringtorginu við Hafnargötu og Faxabraut og hafnaði uppi á torginu. Hann náði ekki að losa sig af sjálfsdáðum og sat því fastur á torginu í hádegisösinni.
Sem betur fer urðu engin slys á fólki og eins olli slysið engum skemmdum nema á bifreiðinni sjálfri.
Annars var gærdagurinn og nóttin með allra rólegasta móti og það eina sem gerðist var að ökumaður fólksbifreiðar var kærður fyrir of hraðan akstur eftir að hafa mælst á 85 km hraða á Njarðarbraut. Hámarkshraði var 60.
VF-mynd/Þorgils Jónsson