Lenti undir byggingamóti og slasaðist
Vinnuslys varð í Grindavík í síðustu viku þegar maður, sem var við vinnu á nýbyggingarsvæðinu í Heiðarhrauni, fékk ofan á sig byggingarmót.
Maðurinn hafði verið við vinnu uppi á steypumótafleka þegar flekinn féll á hliðina og maðurinn lenti undir flekanum að hluta til. Þegar lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn, var búið að ná manninum undan flekanum. Hann var með meðvitund en mikið kvalinn. Þar sem erfitt var að komast að slysstaðnum var björgunarsveitin Þorbjörn fengin til aðstoðar með sérstakar sjúkrabörur til hífinga á staðinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi.
Maðurinn hafði verið við vinnu uppi á steypumótafleka þegar flekinn féll á hliðina og maðurinn lenti undir flekanum að hluta til. Þegar lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn, var búið að ná manninum undan flekanum. Hann var með meðvitund en mikið kvalinn. Þar sem erfitt var að komast að slysstaðnum var björgunarsveitin Þorbjörn fengin til aðstoðar með sérstakar sjúkrabörur til hífinga á staðinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi.