Lenti undir bíl við leikskóla
Ekið yfir fót á 4 ára gömlu barni við leikskólann Garðasel í Reykjanesbæ sl. miðvikudag. Barnið hafði hlaupið frá leikskólanum og farið á milli tveggja bifreiða, sem lagt hafði verið við leikskólann og síðan hlaupið á bifreið, sem ekið var samsíða bifreiðunum og lent undir bifreiðinni.
Barnið hlaut opið beinbrot á sköflungi og flutti faðir barnsins það á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þaðan var það flutt á Landsspítalann í aðgerð. Á vef lögreglu segir að þeim hafi ekki tilkynnt verið um málið fyrr en síðar um kvöldið og brýnir lögregla það fyrir öllum að tilkynna tafarlaust til lögreglu um öll slys.
Mynd úr safni