Lenti með veikan farþega frá Dubai

Boeing 777-31H(ER) farþegaþota frá Emirates lenti á Keflavíkurgflugvelli í morgun með veikan farþega. Þotan var að koma frá Dubai og á leið til New York en Keflavíkurflugvöllur er á flugleiðinni milli þessara tveggja staða.
 
Sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja beið eftir vélinni og flutti sjúklinginn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Myndirnar voru teknar á austurhlaði Keflavíkurflugvallar nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Þotan framan við flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli.
 
 
Boeing 777 frá Emirates og Boeing 737 MAX frá Icelandair.
 
 
Farþeginn var fluttur með sjúkrabíl á HSS til skoðunar.