Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli
Búið að opna hreyfilhúsið á þotu WOW á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 1. nóvember 2018 kl. 17:37

Lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli

Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna neyðarlendingar farþegaþotu frá WOW Air. Vélin var nýfarin frá Keflavíkurflugvelli og á leið til Bandaríkjanna þegar vandræði komu upp með annan hreyfil þotunnar. Var slökkt á hreyflinum og vélinni snúið aftur til flugvallarins þar sem vélin lenti heilu og höldnu.
 
Samkvæmt upplýsingum frá WOW Air er um smávægilega bilun að ræða. Flugstjórinn hafi því ákveðið að snúa við til Keflavíkur af öryggisástæðum.
 
Sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja og fjölmennt lögreglulið voru til taks á flugvellinum og einnig voru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu en þessi viðbúnaður er ávallt þegar flugvélar koma til neyðar- eða öryggislendingar.
 
VF-myndir: Hilmar Bragi

 

 
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna lendingar þotunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024