Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti í Keflavík vegna sprungu í rúðu
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 15:20

Lenti í Keflavík vegna sprungu í rúðu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðbúnaður var hækkaður á Keflavíkurflugvelli nú áðan vegna Boeing 757 þotu sem kom til lendingar með sprungu í rúðu.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir að engin hætta hafi verið á ferðum.


Samkvæmt upplýsingum frá flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli er engin hætta á ferðum en viðbúnaður er aukinn til öryggis.

Vélin kom frá Gander á Nýfundnalandi og lendi hér klukkan 14:45 en ekki stóð til að hún lenti hér en sú ákvörðun var tekin vegna rúðunnar. Ekki er um íslenska flugvél að ræða, samkvæmt upplýsingum mbl.is

Mynd úr safni.