Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti í Keflavík vegna bilunar
Þriðjudagur 9. janúar 2007 kl. 13:41

Lenti í Keflavík vegna bilunar

Flugvél frá Flugfélagi Íslands lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir hádegi þar sem henni var snúið við á leið sinni frá Reykjavík til Isafjarðar. Vefur Morgunblaðsins segir frá.

Þetta er sama vél og lenti í Keflavík á sunnudag, en í bæði skiptin var um að ræða bilun í hemlabúnaði vélarinnar sem er af gerðinni Fokker 50. Til að gæta fyllstu varúðar var vélinni snúið til Keflavíkur þar sem flugbrautir eru lengri.

Talið er víst að ekki sé um alvarlega bilun sé að ræða, en önnur flugvél var send á vettvang til að ferja farþegana 30 á leiðarenda.

Vf-mynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024