Lenti í Keflavík með meðvitundarlausan ungling
Boeing 777 breiðþota frá American Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis með meðvitundarlausan 15 ára gamlan ungling. Vélin var á leiðinni frá London í Bretlandi til Chicago í Bandaríkjunum.
Sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var kölluð til og flutti sjúklinginn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er nánari fréttir að hafa af atvikinu.
Mynd: Flugvél American Airlines kemur inn til lendingar í Keflavík nú síðdegis.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var kölluð til og flutti sjúklinginn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er nánari fréttir að hafa af atvikinu.
Mynd: Flugvél American Airlines kemur inn til lendingar í Keflavík nú síðdegis.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson