Lenti á ljósastaur
Klukkan hálf sex í morgun var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um umferðarslys á Hringbraut í Keflavík, en ökumaður bifreiðar hafði misst stjórn á bifreið sinni í slabbi og lent á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og var bifreiðin fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Töluvert slabb var á Reykjanesbraut í nótt en frá því í gær hefur haglél dunið með hléum yfir Suðurnesjamenn.