Lent með veikan farþega
Farþegaflugvél var lent á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leið frá Amsterdam til Kanada þegar ákveðið var að lenda henni hér á landi af framangreindum ástæðum.
Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fylgdi fjölskylda hans honum þangað, en vélin hélt áfram leiðar sinnar.