Lent með veika farþega á Keflavíkurflugvelli
Tveimur flugvélum hefur verið lent á Keflavíkurflugvelli á undanförnum dögum vegna veikinda farþega. Var önnur vélin á leið frá Chicago til Varsjár þegar farþeginn veiktist. Þegar nánari skoðun hafði verið gerð á honum eftir lendingu hér var ákveðið að hann gæti haldið för sinni áfram.
Hin vélin var á leiðinni Montreal – Chicago – Islanbul þegar kona um borð kenndi sér meins og var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.