Lent með látinn sjúkling
Sjúkraflugvél lenti í síðustu viku á Keflavíkurflugvelli með látinn einstakling. Vélin var að koma frá Kanada með mann sem slasast hafði þar og sem flytja átti til Þýskalands.
Gert hafði verið ráð fyrir millilendingu hér á landi til að taka eldsneyti, en þegar vélin lenti reyndist maðurinn látinn. Um borð voru með honum læknir og bráðatæknir, auk áhafnar vélarinnar.