Lent á Keflavíkurvelli vegna vélarbilunar
Engan sakaði þegar Airbus farþegaþota með um 300 manns um borð nauðlenti á einum hreyfli á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Flugstjóri þotunnar, sem er af gerðinni Airbus 330, tilkynnti um vélarbilun þegar vélin var stödd suður af landinu í dag. Vélin var þá á leiðinni frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada.
Lögregla, slökkvilið, sjúkrabílar og björgunarsveitir voru sett í viðbragðsstöðu, auk þess sem heilbrigðisstofnanir voru settar á viðbúnaðarstig. Lending vélarinnar tókst hins vegar vel og er vélin nú við Leifsstöð og farþegarnir í stöðinni en beðið er ákvörðunar um viðgerð og hvernig farþegarnir fari vestur um haf.
Lögregla, slökkvilið, sjúkrabílar og björgunarsveitir voru sett í viðbragðsstöðu, auk þess sem heilbrigðisstofnanir voru settar á viðbúnaðarstig. Lending vélarinnar tókst hins vegar vel og er vélin nú við Leifsstöð og farþegarnir í stöðinni en beðið er ákvörðunar um viðgerð og hvernig farþegarnir fari vestur um haf.