Lengstur sólargangur í dag
Í dag eru sumarsólstöður og lengstur sólargangur. Í Reykjavík kom sólin upp 6 mínútur fyrir kl. 3 og hún sest í kvöld fjórum mínútum eftir miðnætti.
Norðanáttin er að ganga niður og nánast verður heiðríkt í suðvestantil. Þó er rétt að hafa þann varnagla á að kalt er í háloftunum og þrátt fyrir lítinn raka geta bólstraský myndast yfir Reykjanesfjöllunum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á fésbókina.
Sólríku veðri er einnig spáð á morgun laugardag, en eftir það er reiknað með V-lægum vindi og meira skýjafari vestanlands.