Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lengi tekur sjórinn við!
Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 15:21

Lengi tekur sjórinn við!

Það hefur oft verið sagt að lengi taki sjórinn við. Það átti sannarlega við um helgina. Þá var snjó ekið í bílförmum niður á Keflavíkurhöfn þar sem snjónum var síðan sturtað í sjóinn. Blái herinn hans Tomma Knúts hefur hingað til gert athugasemd við það að losað sé í sjóinn, en það er vart hægt að fá hreinna „rusl“ en nýfallinn snjó af bílastæðum bæjarins.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024