Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenda með silfurliðið í Reykjavík
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 19:29

Lenda með silfurliðið í Reykjavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugvél Icelandair sem flytur silfurliðið í handknattleik heim af Ólympíuleikunum á morgun mun lenda í Reykjavík samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þar verður Ólympíuförum hleypt frá borði og farþegaþotunni síðan flogið frá Reykjavík til Keflavíkur.


Fjölmargir Suðurnesjamenn ætluðu að taka á móti silfurliðinu í Leifsstöð og meðal annars ætluðu vélhjólamenn að fylgja liðinu frá Keflavík til Reykjavíkur. Þessir aðilar eru að vonum svekktir með þá tilhögun að lenda í Reykjavík.