Léleg þátttaka í nafnakosningu í sameinuðu sveitarfélagi

Mjög léleg þátttaka er í nafnakosningu í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og þegar um klukkustund var þar til kjördeildir lokuðu var þátttakan aðeins um 30%.

Miðað við það er ljóst að kosningin nær ekki að vera bindandi en hún þurfti að vera yfir 50% svo það yrði.

Kosið er milli þriggja nafna: Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Miðgarður og Heiðarbyggð.