Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. apríl 2003 kl. 20:38

Leki kom að Árna Óla KE á landleið

Leki kom að netabátnum Árna Óla KE er hann var á landleið úr róðri í dag og óskuðu skipverjar eftir aðstoð Slökkviliðs Sandgerðis. Sjór var bæði í vélarrúmi og lest er báturinn lagðist að bryggju en þá var strax hafist handa við að dæla upp úr honum.Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að Árni Óla hefði átt eftir um 20 mínútna siglingu til lands er beiðni um aðstoð hefði borist rétt fyrir klukkan þrjú í dag.

„Það fór hosa á röri í vélarhúsinu, líklega við kælivatnsinntak. Það var kominn talsverður sjór í bátinn en engin hætta þó á ferðum, hann hefði þolað mun meiri sjó. Við fórum með lausa dælu um borð strax og báturinn lagðist að og dældum bæði úr vélarhúsinu og lestinni. Þeir eru nú búnir að gera við þetta," sagði Reynir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024