Fréttir

Lekamálið upplýst í Vogum
Föstudagur 17. október 2014 kl. 14:34

Lekamálið upplýst í Vogum

– vonast eftir auknum og betri þrýstingi

Undanfarið hefur verið leitað að leka í vatnsveitunni í Vogum. Nú hefur náðst árangur í þeirri leit en bilunin fannst í lögn sem er nærri skrúðgarðinum Aragerði.

Búið er að lagfæra lekann, næstu skref eru að ganga úr skugga um með þrýstings- og rennslismælingum að ekki sé um fleiri leika að ræða. Vonir standa einnig til að við þessa lagfæringu verði aukinn og betri þrýstingur á kalda vatninu í bænum, segir í fréttabréfi Sveitarfélagsins Voga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024