Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leitin að Tinnu: Fundarlaun hækkuð í 300.000 krónur
Fjöldi fólks hefur leitað Tinnu undanfarna daga.
Fimmtudagur 5. janúar 2017 kl. 12:49

Leitin að Tinnu: Fundarlaun hækkuð í 300.000 krónur

Fjöldi fólks hefur leitað að tíkinni Tinnu síðan á gamlársdag. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur undir heitinu Leitin að Tinnu og er fjöldi meðlima að nálgast 2.400. Tinna var í pössun í Reykjanesbæ yfir jólin en týndist aðfararnótt 29. desember. Þegar eigendur Tinnu, þau Andrea Björnsdóttir og Ágúst Ævar Guðbjörnsson, komu til landsins á gamlársdag fréttu þau af hvarfinu og hafa leitað síðan ásamt fjölskyldu, vinum og fjöldanum öllum af hjálplegu fólki. Þau höfðu heitið því að greiða 200.000 króna fundarlaun til þess sem fyndi Tinnu og hafa nú hækkað upphæðina í 300.000 krónur. „Margir tugir yndislegra manneskja eru stöðugt að leita, í öllum veðrum og á öllum tímum. Gott fólk hringir í mig daga og nætur, aðallega til að hughreysta mig og spyrja ráða um hvar þau ættu helst að leita,“ segir Andrea sem óttast að Tinna finnist ekki fyrir Þrettándann. „Við Ágúst höfum hvorki farið heim til okkar né í vinnuna síðan við komum heim á gamlársdag. Við brotnum bara saman við að fara þangað.“

Eins og áður sagði þá týndist Tinna í Reykjanesbæ og er talið að hún hafi sést 2. og 4. janúar í Hafnarfirði. Að sögn Andreu fékk hún þær upplýsingar frá dýralækni og hundaatferlisfræðingi að mögulegt sé að Tinna sé komin á höfuðborgarsvæðið en þar býr fjölskyldan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigendur Tinnu, Andrea og Ágúst, reka auglýsingastofu og hafa að undanförnu verið að leggja lokahönd á app fyrir hundaeigendur í samvinnu við stjórnendur Facebook-síðunnar Hundasamfélagið. Appið hjálpar fólki að tilkynna um týnda eða fundna hunda og skipuleggja leit.

Andrea biður fólk að láta vita í síma 615-6056 eða 846-6613 sjái það Tinnu á ferli.