Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leitin að björgunarskipinu hefur ekki borið árangur
Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 21:50

Leitin að björgunarskipinu hefur ekki borið árangur

Leitin að björgunarskipinu, sem tók fyrir borð á flutningaskipinu Skaftafelli í gærkvöldi, bar ekki árangur og hafa engin ummerki fundist um skipið. Björgunarskipið fór fyrir borð um 13 sjómílur frá Grindavík. Leitað var með ströndinni, frá Selatöngum að Krýsuvíkurbergi. Þá leitaði Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar á sjó í dag, en án árangurs.
Skipið var 43 tonn, 16 metra langt, og keypt notað af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Það átti að vera staðsett á Raufarhöfn.
Arun-björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar losnaði af þilfari Skaftafells þegar flutningaskipið fékk á sig brotsjó í aftakaveðri rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöld. Björgunarskipið er samskonar og björgunarskipið Oddur V. Gíslason í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024