Leitað leitarhundarins Skugga
Leitarhundurinn Skuggi hvarf frá eiganda sínum, björgunarsveitarmanninum Halldóri Halldórssyni, í Garði í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Suðunes á Fésbókarsíðu Lögreglustjórans á Suðunesjum sem birt var í gærkvöldi.
Leit stendur yfir af Skugga, sem er svartur og hvítur border collie og ætti að svara kalli. Þau sem mögulega verða vör við hann eru beðin um að láta Halldór vita í síma 840 2515.