Leitað eftir nafni á ný svæði
Reykjanesbær óskar eftir tillögum frá íbúum um nöfn á eftirfarandi svæði:
Íþróttasvæði ofan Reykjaneshallar
Framtíðarsvæði íþrótta og útivistar í Reykjanesbæ verður staðsett ofan Reykjaneshallar og afmarkast af Þjóðbraut (Flugvallarvegi) í norðri og Hjallavegi í suðri.
Þar verða knattspyrnuæfingasvæði Njarðvíkur og Keflavíkur, auk körfuboltavalla, frjálsíþrótasvæðis og aðalknattspyrnuleikvangs Reykjanesbæjar með stúku sem tengist Reykjaneshöll.
Þjónustusvæði eldri borgara
Á þjónustusvæði fyrir eldri borgara sem rísa mun þar sem núverandi knattspyrnusvæði UMFN er í dag, er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð með hjúkrunarheimili, félags- og þjónustumiðstöð, öryggisíbúðum, raðhúsum og fjölbýli fyrir eldri borgara.
Ef íbúar kannast við örnefni sem tengjast þessum svæðum er gott að fá ábendingar um slíkt.
Tillögum um nöfn á ofangreind svæði er hægt að skila á bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 2. hæð eða senda á netfangið: [email protected].
Af vef Reykjanesbæjar
Íþróttasvæði ofan Reykjaneshallar
Framtíðarsvæði íþrótta og útivistar í Reykjanesbæ verður staðsett ofan Reykjaneshallar og afmarkast af Þjóðbraut (Flugvallarvegi) í norðri og Hjallavegi í suðri.
Þar verða knattspyrnuæfingasvæði Njarðvíkur og Keflavíkur, auk körfuboltavalla, frjálsíþrótasvæðis og aðalknattspyrnuleikvangs Reykjanesbæjar með stúku sem tengist Reykjaneshöll.
Þjónustusvæði eldri borgara
Á þjónustusvæði fyrir eldri borgara sem rísa mun þar sem núverandi knattspyrnusvæði UMFN er í dag, er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð með hjúkrunarheimili, félags- og þjónustumiðstöð, öryggisíbúðum, raðhúsum og fjölbýli fyrir eldri borgara.
Ef íbúar kannast við örnefni sem tengjast þessum svæðum er gott að fá ábendingar um slíkt.
Tillögum um nöfn á ofangreind svæði er hægt að skila á bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 2. hæð eða senda á netfangið: [email protected].
Af vef Reykjanesbæjar