Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitað að nýjum samstarfsaðila
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 14:32

Leitað að nýjum samstarfsaðila


Bæjaryfirvöld í Vogum leita nú nýrra samstarfsaðila að uppbyggingu miðbæjarkjarna í bæjarfélaginu eftir að Samkaup dró sig út úr samstarfinu
Sveitarfélagið hefur látið vinna skipulag að miðbæjarkjarna verslunar og þjónustu með íbúabyggð í kring og var áætlað að fara af stað með verkefnið á þessu ári.
Auk matvöruverslunar er kjarnanum ætlað að hýsa bæjarskrifstofu, banka og aðra þjónustu.
„Þeir voru ekki tilbúnir að fara út í þetta núna. Við auðvitað sýnum því fullan skilning en erum jafnframt að leita að nýjum samstarfsaðila úr verslunar- og þjónustugeiranum,“ sagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum í samtali við VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024