Leitað að bílstjóra sem ók á lítinn dreng
Lögreglan í Keflavík vill hafa tal af ökumanni sem varð fyrir því að aka á lítinn dreng á gatnamótum Víkurbrautar og Baldursgötu í Keflavík um kl. 11:30 í gærmorgun. Drengurinn féll í götuna þegar hann varð fyrir bílnum. Gleraugu drengsins eyðilögðust, og hann hlaut áverka í andliti og skrámur á líkama. Þá rifnuðu buxur. Ökumaður bílsins sem ók á drenginn kom út úr bílnum og talaði við drenginn en fór síðan af vettvangi og hefur ekki tilkynnt slysið til lögreglunnar.
Lögreglan í Keflavík vill nú hafa tal af ökumanninum, sem talinn er hafa verið á silfurgráum Volkswagen Polo eða bíl af annarri tegund. Einnig eru allir þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að atburðinum eða geta gefið upplýsingar hvattir til að setja sig í samband við lögregluna í Keflavík.
Lögreglan í Keflavík vill nú hafa tal af ökumanninum, sem talinn er hafa verið á silfurgráum Volkswagen Polo eða bíl af annarri tegund. Einnig eru allir þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að atburðinum eða geta gefið upplýsingar hvattir til að setja sig í samband við lögregluna í Keflavík.