Leitað að báti út af Reykjanesi í gær
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, leituðu í gær að báti sem horfið hafði af skjám sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Báturinn var staddur 20 sjómílur suðvestur af Reykjanesi er hann hvarf af skjánum. Báturinn er sómabátur skráður í Vestmannaeyjum en gerður út frá Sandgerði.
Starfsmenn vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar urðu þess varir í gærmorgun að báturinn hvarf af skjám sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Þeir reyndu að ná sambandi við bátinn á fjarskiptarásum og höfðu uppi á símanúmeri um borð í bátnum en fengu engin svör. Því var ekki um annað að ræða en að kalla út áhöfn björgunarbátsins Odds V. Gíslasonar frá Grindavík og stuttu síðar þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar til að leita að bátnum.
Leitað var til skipa á svæðinu og kannað hvort þau höfðu orðið vör við bátinn og töldu skipstjórar sumra þeirra sig hafa orðið vara við bát af þessari gerð en náðu ekki nafninu. Sú staðsetning var mun sunnar en þar sem hann var staddur síðast samkvæmt upplýsingum úr sjálfvirka tilkynningarkerfinu og mun sunnar en hann hafði ætlað að vera.
Áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fann bátinn að lokum um tvöleytið í gærdag þar sem hann var að veiðum 50 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Ekkert amaði að skipstjóranum sem var einn um borð í bátnum.
Borið hefur á því undanfarið að skipstjórar sigla bátum sínum út fyrir drægi sjálfvirku tilkynningarskyldunnar og gæta þess ekki að hlusta á fjarskiptarásir eða svara síma þar sem hann er innan þjónustusvæðis. Þetta veldur því að Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Landhelgisgæslan þurfa hvað eftir annað að leita að bátum sem eru ekki staddir í neyð. Skipstjórar sem gera slíkt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að fara út fyrir leyfilegt farsvið bátanna samkvæmt haffærisskírteini.
Starfsmenn vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar urðu þess varir í gærmorgun að báturinn hvarf af skjám sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Þeir reyndu að ná sambandi við bátinn á fjarskiptarásum og höfðu uppi á símanúmeri um borð í bátnum en fengu engin svör. Því var ekki um annað að ræða en að kalla út áhöfn björgunarbátsins Odds V. Gíslasonar frá Grindavík og stuttu síðar þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar til að leita að bátnum.
Leitað var til skipa á svæðinu og kannað hvort þau höfðu orðið vör við bátinn og töldu skipstjórar sumra þeirra sig hafa orðið vara við bát af þessari gerð en náðu ekki nafninu. Sú staðsetning var mun sunnar en þar sem hann var staddur síðast samkvæmt upplýsingum úr sjálfvirka tilkynningarkerfinu og mun sunnar en hann hafði ætlað að vera.
Áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fann bátinn að lokum um tvöleytið í gærdag þar sem hann var að veiðum 50 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Ekkert amaði að skipstjóranum sem var einn um borð í bátnum.
Borið hefur á því undanfarið að skipstjórar sigla bátum sínum út fyrir drægi sjálfvirku tilkynningarskyldunnar og gæta þess ekki að hlusta á fjarskiptarásir eða svara síma þar sem hann er innan þjónustusvæðis. Þetta veldur því að Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Landhelgisgæslan þurfa hvað eftir annað að leita að bátum sem eru ekki staddir í neyð. Skipstjórar sem gera slíkt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að fara út fyrir leyfilegt farsvið bátanna samkvæmt haffærisskírteini.