Leitað að auralausum, vellyktandi og rökum innbrotsþjófi
Lögreglunni var tilkynnt á laugardagsmorgun kl. 09:54 um innbrot í hús við Hlíðarveg í Njarðvík. Hafði verið farið þar inn um ólæstar svaladyr á meðan íbúar sváfu. Stolið hafði verið myndbandsupptökuvél í grárri tösku, þremur áfengisflöskum, þremur rakspíraglösum og tveimur tómum peningabaukum. Gerðist þetta eftir kl. 01:00 í fyrrinótt. Það er því spurning hvort fyrirsögnin eigi vel við þjófinn, miðað við það sem var stolið.