Leitað að 22 ára manni á ljósgrárri Toyota Corolla
Víðtæk leit hófst laust fyrir miðnætti um suðvestanvert landið að tuttugu og tveggja ára manni á ljósgrárri Toyota Corolla, árgerð 2001. Skráningarnúmerið er UI 581. Umþað bil 50 björgunarsveitarmenn og hátt í hundrað vinir og ættingjar mannsins hafa tekið þátt í leitinni í nótt ásamt lögreglumönnum frá mörgum embættum á Suðvesturlandi. Meðal annars er leitað á Suðurnesjum.
Maðurinn fór að heiman frá sér um hádegi í gær og hefur ekkert til hans spurst. Ef einhverjir vita um ferðir hans síðan þá, eru þeir beðnir að hringja í lögregluna i Kópavogi í síma 5-60-30- 50 eða í aðgerðarstjórn björgunarsveita í síma 112.
Maðurinn fór að heiman frá sér um hádegi í gær og hefur ekkert til hans spurst. Ef einhverjir vita um ferðir hans síðan þá, eru þeir beðnir að hringja í lögregluna i Kópavogi í síma 5-60-30- 50 eða í aðgerðarstjórn björgunarsveita í síma 112.